Jurtaþátturinn
Við fórum í ótrúlega fróðlega og skemmtilega heimsókn
til Guðrúnar Bjarnadóttur jurtalitara í Hespuhúsinu hennar,
í Andakíl í Borgarfirði.
Þar fengum við að kíkja í alls kyns ilmandi potta og
snerta alla litaflóruna í hillunum. Það kemur á óvart
hversu gjöful íslensk náttúra er þegar kemur að jurtalitun.
Það gæti verið að loksins sé komið hlutverk fyrir hina
umdeildu lúpínu. En við höfum samt ekki möguleikann
á að framkalla bleikan og bláan lit úr innlendri flóru.
En við fáum að vita hvaðan þeir koma.
Hlusta á má þáttinn í hlaðvarpi Kjarnans eða smella hér!
Sigrún tekur Guðrúnu tali yfir pottunum. Töldum 16 potta á hellum, yfir 20 potta í allt.
Allir litir fá að njóta sín!
Sigrún tekur Guðrúnu tali yfir pottunum. Töldum 16 potta á hellum, yfir 20 potta í allt.