Kaupmaðurinn
Hvert ferðu ef þig langar í vandað handverk?
Í þættinum færðu að vita allt um handverks kaupmenn á Vesturlandi,
sem reyndar eru aðallega konur.
Við skiptum Kaupmanninum upp í 5 aðal hópa verslana,
búða eða bazars. Með Zetu.
Berglind veltir fyrir sér muninum á íslensku og norsku ullarpeysunni og
Jónas fræðir okkur um búðarferðir fyrri tíma.
Sigrún einbeitir sér sveitt að því að fallbeygja orðið "lundi" um leið og
Anna passar að hún rugli ekki saman Gallerí Lunda í Stykkishólmi
við lundabúðirnar í Reykjavíkurhreppi.
Hlusta má á þáttinn um kaupmanninn á hlaðvarpi Kjarnans
eða smella hér!
Maríusar peysurnar eða norsku peysurnar koma við sögu í pistli Berglindar frá Alvdal í Noregi.
Afskaplega fallegt handverk um allt land, myndin tekin í handverksbúð í Varmahlíð.
Þriðji hluti í flokkun kaupmanna er að fara "heim til framleiðanda". Eins og Guðrún í Hespuhúsinu gerir. Býður heim.
Maríusar peysurnar eða norsku peysurnar koma við sögu í pistli Berglindar frá Alvdal í Noregi.