top of page
Vefarinn
Í þættinum um vefarann höldum við áfram að ræða um vaðmál sem
lengi vel var helsta útflutningsvara Íslendinga.
Í nútíma samfélagi er hins vegar lítið um að fólk sé með
risavaxinn vefstól í stofunni hjá sér. Hins vegar vill svo til
að við fundum slíka konu í Borgarfirði, sem ekki er með
einn heldur tvo vefstóla uppi. Við heimsóttum vefnaðarkennarann
og listakonuna Snjólaugu Guðmundsdóttir á Brúarlandi á Mýrum
og heyrðum mörg torkennileg orð sem við erum enn að melta.
Þáttinn má heyra á Kjarninn.is eða með því að smella hér!
Skemmtilegt að skoða hjá Snjólaugu listaverkin upp um alla veggi.
Kljásteinsvefstóll
Mynd tekin upp úr bók Jónasar frá Hrafnagili. Íslenskir þjóðhættir.
Skemmtilegt að skoða hjá Snjólaugu listaverkin upp um alla veggi.
1/23
bottom of page